Svalar kveðjur af FróniOkkur gengur vel að aðlagast hér á Fróni gott að vera búin að fá Daniel og Coco heim. Coco losnar ekki úr fangabúðunum fyrr en 7 júli en mikið hlökkum við til að hitta hana aftur. Þeir bera henni vel söguna þarna á Suðurnesjunum hún svoldið feimin en voða góð. Mín skellti sér í Kvennahlaupið á síðasta laugardag með Önnu Bj, Katrínu og Guðbjörgu. Daginn áður vorum við sko alveg ákveðnar að fara a.m.k 5 k.m en þegar við mættum á staðinn vorum við ekki alveg eins brattar, hvort að rauðvíns ''smakk '' föstudagskvöldsins hafi haft þar einhver áhrif læt ég ósagt haft en við fórum allavega 2 k.m !!!!!
Eyþór og Sindri eru komnir á fótboltanámskeið hjá HK í 2 vikur hið besta mál ég sótti þá í gær holdvota en alsæla með þetta allt saman. Eyþóri gengur vel í íslenskunni mun betur en þegar hann kom í fyrra.Daniel er horfinn á vit vina sinna sem biðu eftir honum, ætli maður sjái hann nokkuð það sem eftir er sumars !!??? Íbúðamál eru enn í skoðun er búin að kikja á nokkrar íbúðir. Það virðirst vera einhver stífla á markaðnum í dag og lítil sala og manni er sagt að maður eigi að bjóða 1-2 mill undir ásett verð. Það kemur í ljós þegar á reynir.
Best að fara að koma sér út í Kópavog á drossíunni sem ég fékk lánaða. Flott að fá bíl lánaðan en í verri gírum hef ég ekki lent það er svona happa og glappa ef maður kemur honum í fyrsta gír frekar óhentugt í innanbæjarakstri vægast sagt. En þetta er nú allt að koma það er búið að taka okkur rúmlega viku að kynnast ........svo brunar maður bara í gegnum bæinn og vonar að maður lendi ekki á rauðu ......jesss GRÆNT eru einkunar orð mín þessa dagana !!!
Kv úr ekta íslensku sumri sól og ískaldri norðangolu !!!!!