Austurfararnir

Wednesday, June 21, 2006

Komið að blogglokum í bili allavega.
Hef ákveðið að hætta að blogga þetta er orðin annsi þunnur þrettándi hjá manni, kannski maður komist í stuð í vetur þegar maður hefur meiri tima og búin að koma sér fyrir.
Það er allavega komið á hreint að við komum til með að leigja á Nesinu í eitt ár við vorum svo heppin að fá íbúð í húsinu við hliðina á tengdamömmu. Fínustu jarðhæð og megum hafa Coco svo þetta er hið besta mál. Svo skoðum við framhaldið í rólegheitum.
Á myndinni má sjá systurnar og Konráð á 17 júní .........kappklæddar að sjálfsögðu eins og vera ber á Þjóðhátiðardaginn !!!!!
Kv Essý og fam.

Friday, June 16, 2006

Hæ,hó jíbbijei og jibbijei það er að koma 17 júní ....
Fótboltakapparnir á leið á námskeið í rigningunni. Þeir eru samt alsælir með þetta þrátt fyrir rigninu og súld. Á morgun er stefnan tekin á skrúðgöngu hér í Kópavoginum með tilheyrandi hopp og hí . Það er spurning hvort maður á skella sér til Jákúps í Rúmfatalagerinn og athuga með regngalla á liðið Eyþór fékk sinn reyndar áður en hann byrjaði á námskeiðinu og ekki veitti af. Kannski maður láti bara regnhlífina duga það er að segja ef hún fýkur ekki .....
Meira síðar ....

Tuesday, June 13, 2006

Svalar kveðjur af Fróni
Okkur gengur vel að aðlagast hér á Fróni gott að vera búin að fá Daniel og Coco heim. Coco losnar ekki úr fangabúðunum fyrr en 7 júli en mikið hlökkum við til að hitta hana aftur. Þeir bera henni vel söguna þarna á Suðurnesjunum hún svoldið feimin en voða góð. Mín skellti sér í Kvennahlaupið á síðasta laugardag með Önnu Bj, Katrínu og Guðbjörgu. Daginn áður vorum við sko alveg ákveðnar að fara a.m.k 5 k.m en þegar við mættum á staðinn vorum við ekki alveg eins brattar, hvort að rauðvíns ''smakk '' föstudagskvöldsins hafi haft þar einhver áhrif læt ég ósagt haft en við fórum allavega 2 k.m !!!!!

Eyþór og Sindri eru komnir á fótboltanámskeið hjá HK í 2 vikur hið besta mál ég sótti þá í gær holdvota en alsæla með þetta allt saman. Eyþóri gengur vel í íslenskunni mun betur en þegar hann kom í fyrra.Daniel er horfinn á vit vina sinna sem biðu eftir honum, ætli maður sjái hann nokkuð það sem eftir er sumars !!??? Íbúðamál eru enn í skoðun er búin að kikja á nokkrar íbúðir. Það virðirst vera einhver stífla á markaðnum í dag og lítil sala og manni er sagt að maður eigi að bjóða 1-2 mill undir ásett verð. Það kemur í ljós þegar á reynir.

Best að fara að koma sér út í Kópavog á drossíunni sem ég fékk lánaða. Flott að fá bíl lánaðan en í verri gírum hef ég ekki lent það er svona happa og glappa ef maður kemur honum í fyrsta gír frekar óhentugt í innanbæjarakstri vægast sagt. En þetta er nú allt að koma það er búið að taka okkur rúmlega viku að kynnast ........svo brunar maður bara í gegnum bæinn og vonar að maður lendi ekki á rauðu ......jesss GRÆNT eru einkunar orð mín þessa dagana !!!

Kv úr ekta íslensku sumri sól og ískaldri norðangolu !!!!!

Friday, June 09, 2006

9. júní 2006

Þá er Daníel kominn til mannabyggða á Íslandi og Coco er komin í hundafangelsið þaðan sem hún á að losna 7.7.

Ég var að koma úr vinnunni og var að spá hvort ég ætti að reyna að slá á Íslandssöknuðinn með því að fara í jakka og sjá hvort ég komist inn í ísskápinn. Þar er nú ca 5 gráðu hiti sem er ekki svo ósvipað því sem gerist norður í ballarhafi.

Nú þarf ég að fara að hluta húsgögnin í sundur og pakka þeim inn eftir bestu getu og koma þeim svo fyrir úti í skúr. Svo þarf nú eitthvað að þrífa og koma sér svo upp í flugvél og halda heim á leið eftir þriggja vetra útlegð.

Eitthvað er nú minnið farið að gefa sig þegar kemur að Íslendingasögunum en mig minnir að þar hafi verið notað ákveðið heiti yfir dóm sem dæmdur var yfir sakamönnum og hafði það í för með sér að þeir þurftu að vera 3 ár erlendis. Ég er viss um að íslenskufræðingarnir í fjölskyldunni koma til með að skrifa eitthvað í athugasemdirnar, annaðhvort að ég sé á algjörum villigötum og þurfi að lesa Gísla sögu í staðinn fyrir Da Vinci Code eða að kannski staðfesting fáist að þetta sé ekki alveg úti í bláinn.

Kv/Gylfi

Monday, June 05, 2006

Þar sem tímamót eru nú hjá Florida fjölskydunni ákvað ég að breyta bara alveg um stíl. Við sjáum svo bara til hvort við nennum að halda út bloggi hér. Annars er allt fínt að frétta Maður er svona að ná áttum jafna sig á tímamismun og öðru. Eyþór er alsæll með að vera kominn og leikur sér hér daginn inn út við frændsystkyni sín. Þetta á nú við minn mann að geta hlaupið út að leika þegar hann vill og þurfa ekki að hafa mömmu alltaf með sér.
Læt þetta duga í bili af okkur Frónbúum
Kv Essý